Nýprent skilmálar

Almennt

Nýprent áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Nýprent ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Nýprent og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. Ef um sendingar út fyrir landsteinana er að ræða geta tollar og önnur innflutningsgjöld viðkomandi lands bæst við vöruverð sem birt er í vefverslun Nýprent og greiðist af viðtakanda vörunnar.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

 Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Nýprent ehf.
Hesteyri 2 
550 Sauðárkrókur

Sími: 455 7171
Kt: 431204 2820
Vsk númer: 85245

Nýprent
  • Hesteyri 2, 550 Sauðárkróki
  • 455 7171
  • nyprent@nyprent.is
Opnunartími

Afgreiðsla er opin frá
08:00 – 12:00 / 13:00 – 16:00 Mánudaga til fimmtudaga.
08:00 – 12:00 / 13:00 – 15:30 Föstudaga.
Lokað um helgar.

Útgáfa